Eða hvað á að segja? Kallandi laganna verði fasista. Þetta eru lögbrot... svona ofbeldi á ekki að vera á götum borgarinnar. En ástæðan sú að fíkniefnin eru ekki aðgengileg vegna þess þau eru ólögleg. Og á meðan misvitrir og þroskaðir einstaklingar eru starfandi sem þingmenn þessa lands og setja ekki á nauðsynlegar lagabreytingar... þá verður þetta bara svona og mun ekki gera annað en versna. Líkamsárásirnar væntanlega vegna vangoldinna fíkniefnaskulda eða einhver átök milli aðila sem tengjast undirheimum. Innbrotin framin til fjármagna ólöglega fíkniefnaneyslu ógæfufólks... En hvað skapar ógæfuna? Fíkniefnin? Ekki þau sjálf... það hafa verið gerðar tilraunar sem segja annað. Manninum var gefinn frjáls vilji. Og honum ætti að vera í sjálfvald sett hvort hann fái sér cannabis smók, línu í nös, droppi sýru eða gleypi alsælutöflu af og til. Svo er allt þetta stöff svo spennandi að því það er bannað. Hugmyndin um fíkniefnalaust Ísland vissulega göfug... en jafn heimskuleg. Það er alltaf framboð og eftirspurn... Og bannið kallar á ólögleg viðskipti þar sem fólk getur hagnast á innflutningi og sölu. Fíkniefni eru dýr neysluvara á Íslandi. Það kostar peninga að vera dópisti á klakanum. Og eru ekki allir rónar sem versla sér áfenga drykki í vínbúðum landsins??? Finnst það jafn réttlætanlegt og kalla þá dópista sem nota önnur vímuefni en þau löglegu. Afhverju getur dópistinn ekki bara lappað inní löglega eiturlyfjabúð? Og fagnað áramótunum í þeirri vímu sem hann sjálfur kýs.? Í stað þess upplifa sig sem glæpamann og vera jafnvel talinn öðrum óæðri í samfélaginu ef hefur verið bendlaður við fíkniefni. Burtu með bannið. Lögleiðum allt draslið og fækkum glæpamönnum...
Líkamsárásir í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 28.12.2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.